Nýjar reglur sem fela í sér fyrirmæli um stórtækar breytingar á útiliti á tóbakspakkninga munu taka gildi 20. maí næstkomandi í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Deilt hefur verið um gildi reglnanna fyrir dómstólum en tóbaksframleiðendur telja að Evrópusambandið hafi gengið of langt í lögjöf sinni og tekið þannig um of fram fyrir hendur aðildarríkjanna með reglusetningu sinni.  Dómstólar komust hinsvegar að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki.

Nýju reglurnar fela í sér að varúðarmerkingar skulu þekja 65% af fram- og bakhlið tóbaksumbúða. Nokkur ríki hafa nú þegar ákveðið að ganga lengra í þessum efnum og hafa bretar til að mynda ákveðið að umbúðirnar í landinu skulu í framtíðinni vera einlitar og án auglýsinga.