Vaxtabætur renna ekki lengur sjálfkrafa upp í gjaldfallnar afborganir og vexti af lánum Íbúðalánasjóðs eins og áður var.

Þetta kemur fram á vef íbúðalánasjóðs en vaxtabætur greiðast út að lokinni álagningu opinberra gjalda þegar dregin hafa verið frá opinber gjöld til ríkis og sveitarfélaga, ofgreiddar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og vangreidd meðlög.

Fram kemur að gjaldfallnar afborgarnir og vextir af lánum Íbúðalánsjóðs eru hins vegar ekki lengur dregnar frá vaxtabótum áður en þær koma til útborgunar. Þeir sem eru í vanskilum við sjóðinn þurfa því að ráðstafa vaxtabótum sínum sjálfir til að greiða skuld sína.

Sjá nánar á vef Íbúðalánasjóð.