Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 364,9 stig í júní 2013 og hækkaði um 1,8% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 3,8%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 3,8% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 6,9%. Kemur þetta fram í upplýsingum frá Þjóðskrá.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 5. júlí til og með 11. júlí 2013 var 120. Þar af voru 90 samningar um eignir í fjölbýli, 28 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 5.247 milljónir króna og meðalupphæð á samning 43,7 milljónir króna.