Verðbólga í Bretlandi er á niðurleið en samkvæmt nýjustu mælingum yfirvalda féll hún í 2.7% í janúar en hafði mælst 3% í desember.

Þetta er mesta lækkun á verðbólgu milli mánaða frá því í janúar árið 2003. Sökum væntinga um að vaxtahækkunarskeiði Englandsbanka sé nú lokið féll sterlingspundið á gjaldeyrismörkuðum og hafði gengið ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal og evru í mánuð.