Vísitala neysluverðs í Bretlandi jókst um 0,3% á milli mánaða í nóvember, en um 2,7% á ársgrundvelli og þykir því líklegt að stýrivextir verði hækkaðir strax á næsta ári, segir í frétt Dow Jones

Tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í janúar 1997.

Í október mældist verðbólga 2,4%. Greiningaraðilar höfðu spáð 0,2% hækkun milli mánaða og 2,6% á ársgrundvelli.