Hækkun á vísitölu neysluverðs síðastliðna tólf mánuði er 4,8%. Samkvæmt Hagstofunni er þetta mesta lækkun vísitölunnar á milli mánaða síðan í mars 1986. Verðbólga í júní mældist 5,7%. Lækkunin nú er meiri en greiningaraðilar spáðu.

Sumarútsölur höfðu töluverð áhrif til lækkunar en verð á fötum og skóm lækkaði um 10,3%. Vísitöluáhrifin voru 0,68% til lækkunar.