„Það er mikill heiður og ánægja að hafa fengið þessa viðurkenningu. Bæði persónulega og fyrir fyrirtækið og starfsfólkið hér. Við vorum bara mjög glöð og ánægð,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, sem var valinn af Ímark sem markaðsmaður ársins á dögunum. Grímur segir viðurkenninguna hafa komið skemmtilega á óvart.

Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino´s, tekur í svipaðan streng og segir menn stolta, ánægða og þakkláta fyrir viðurkenninguna. Hann segir að velgengni undanfarið í markaðsmálum megi rekja til þess að farið hafi verið skipulega til verks og lagt upp með skýra stefnu. Unnið hafi verið eftir henni í einu og öllu. „Það sem ég held að hafi dregið þetta saman á endanum er að menn hafa séð að þetta hefur verið að skila árangri bæði út á við og inn á við,“ segir Birgir en að hans sögn liggur mikil undirbúningsvinna að baki sem skýri árangur fyrirtækisins. „Við erum ekki með stærstu markaðsdeild á Íslandi en menn hafa gert þetta mjög skipulega og í raun og veru eftir fræðunum,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .