„Við erum hluti af Evrópu og stefnum á að styrkja sambandið,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisr´ðaherra þar sem hann kom fram á blaðamannafundimeð Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins (ESB) í Brussel í Belgíu í dag. Tilgangurinn með för Gunnars Braga út var að greina framkvæmdastjórn ESB um þá ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar að gera hlé á aðildarviðræðum við sambandið.

Gunnar Bragi sagði það ákvörðun stjórnvalda að halda ekki áfram viðræðum við ESB heldur verði málið sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stækkunarstjórinn var ekki ánægður með ákvörðunina en sagðist virða hana.

Mynd af fundinum má sjá hér .