Dollari
Dollari
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hlutabréfaverð á mörkuðum heims lækkaði áttunda daginn í röð. Er það lengsta samfellda lækkunin frá því í janúar 2010. Með lækkuninni hefur virði fyritækja lækkað um 2,5 billjónir dollara í vikunni af því er fram kemur á fréttaveitunni Reuters.

MSCI All-Country vísitalan lækkaði um 1,4% í morgun eftir rúmlega 8,5% lækkun í vikunni. Standard & Poor's 500 vísitalan lækkaði um 0,2%. Þá lækkaði FTSEurofirst 300 um 2%