*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 17. mars 2015 17:31

Vísitalan hefur hækkað um 4,03% frá áramótum

Bréf Regins hækkuðu mest í Kauphöll í dag og námu viðskipti með þau 255 milljónum íslenkra króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland í dag hækkaði um 0,14% í dag og endaði í 1.363,84 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 4,03%.

Gengi bréfa Regins hækkuðu mest eða um 2,71% og voru viðskipti með þau 255 milljónir íslenskra króna. Bréf Marels hækkuðu um 1% og þar með eru þau bréf sem hækkuðu í dag upptalin.

Bréf Vís, Eimskipa og Icelandair stóðu öll í stað í dag. Þá lækkuðu bréf Össurar, Nýherja og Sjóvá.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 843,1 milljónum króna.