Danskir fjölmiðlar fjalla mikið um þær upplýsingar sem finna má í lánabókum Kaupþings. Þar má finna upplýsingar um 61 viðskiptavin danska dótturfyrirtækisins FIH. Þar á meðal eru fyrirtæki eins og Carlsberg, Dong, TDC, Arla og A.P. Möller Mærsk. Lán til þessara dönsku fyrirtækja námu 45 milljörðum danskra króna.

Í danska viðskiptablaðinu Börsen í dag er vitnað í forstjóra Danfoss, Niels B. Christensen, sem segist hafa orðið mjög brugðið þegar hann sá upplýsingar um fyrirtækið á netinu. Hann segir óhjákvæmilegt að taka málið upp við stjórnendur FIH. samkvæmt lánabókinni var 1,7 milljarður króna lánaður til Danfoss segir Börsen.