Allir bíða í eftirvæntingu eftir fundi ráðamanna evruríkjanna í Brussel í dag og segja má að fjárfestar viti ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Lítilsháttar hækkun varð stuttu eftir opnun hlutabréfamarkaði bæði í Lundúnum og í Frankfurt eða um 0,2-0,3% en bæði CAC í París og Euronext féllu lítillega eða um 0,25%.