Í júní voru fluttar út vörur fyrir 41 miljarð króna og inn fyrir 32 milljarða. Vöruskiptajöfnuður var því jákvæður um 9 milljarða króna. Í júní í fyrra var neikvæður jöfnuður upp á rúma 3 milljarða króna miðað við sama gengi.

Fyrstu sex mánuði ársins var 33 milljarða afgangur af vöruskiptum, en á sama tímabili í fyrra var hann óhagstæður um 38 milljarða króna. Útflutningur á fyrri hluta ársins í ár nam 212 milljörðum en innflutningur 179 milljörðum. Innflutningur hefur dregist saman á milli ára um 48% á föstu gengi en útflutningur hefur dregist minna saman á föstu gengi, eða um 31%.