Um 17,8 ferkílómetra einkaeyja í Kenai Peninsula héraði í suðvesturhluta Alaska er nú til sölu fyrir 20 milljónir dala sem jafngildir 2,7 milljörðum króna, skv. frétt Wall Street Journal.

Eyjan er í eigu George Lindholm fasteignafjárfestir en hann erfði hana frá föður sínum árið 2018 en eyjan hefur verið í eigu Lindholm fjölskyldunnar í áratug. Enginn mannvirki eru á eyjunni en hún var eitt sinn notuð sem refabú. Lindholm íhugaði að byggja tvö heimili á eyjunni en ákvað að hætta við.

Eyjan er að mestu leyti þakin trjám en gera má ráð fyrir að þau séu um 350 ára gömul. Sjórinn er heimkynni mikils sjávarlífs en þar er til að mynda hægt að veiða lax.