Viaplay frumsýnir í dag 1. mars Formúlu 1 heimildarþættina „Verstappen - Lion Unleashed“, en það er fyrsta Viaplay-framleiðslan þar sem Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í forgrunni. Einnig mun Viaplay sýna „F1 Talks - Mika, David, Tom“ þar sem Mika Häkkinen, David Coulthard og Tom Kristensen ræða komandi tímabil í Formúlu 1.

Viaplay er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Íþróttaheimildarþættir eru ört vaxandi hluti af Viaplay og í janúar samdi fyrirtækið við Max Verstappen um að koma fram í efni sem aðeins verður aðgengilegt á Viaplay.

Í „Verstappen - Lion Unleashed“ mun hollenski heimsmeistarinn, ásamt sínu nánasta samstarfsfólki, ræða við Viaplay um fyrsta Formúlu 1 titilinn árið 2021 og horfa til keppnistímabilsins 2022.

Í „F1 Talks - Mika, David, Tom“ er fylgst með Mika Häkkinen, tvöföldum heimsmeistara í Formúlu 1, David Coulthard, margföldum Formúlu 1 sigurvegara og fyrrum liðsfélaga Mika Häkkinen og Tom Kristensen, sem sigraði Le Mans sólarhringskappaksturinn níu sinnum. Þeir ræða um fortíð, nútíð og framtíð Formúlu 1 í heillandi samtali sem stýrt er af Amber Brantsen frá Viaplay.

Max Verstappen:

„Ég er mjög spenntur fyrir samstarfinu við Viaplay, þar sem við eigum það sameiginlega markmið að vilja skara fram úr á okkar sviðum. Viaplay hefur sannað sig sem streymisveita og það er frábært að við séum nú þegar, í sameiningu, farin að búa til einstakt efni fyrir aðdáendur."