Árið 2025 mun Peugeot bjóða eitt breiðasta úrval rafbíla í Evrópu og endurhannar nú frá grunni rafknúna sportjeppann E-3008.

Peugeot hefur gjörbylt hönnuninni á nýjum E-3008 í takt við ný hönnunarmarkmið Peugeot þar sem heillandi [BÓH1] og frumleg hönnun, akstursgleði og einstök afköst rafbíla eru höfð að leiðarljósi sem skilar sér í meiri ávinningi fyrir væntanlega eigendur.

E-3008 er fyrsta gerðin sem notar glænýjan STLA miðlungsstærðar undirvagn bílaframleiðandans Stellantis, sem færir vörumerkið á næsta stig í þróun rafbíla. Þessi undirvagn hefur verið hannaður til að bjóða upp á mestu akstursgleðina í sínum flokki í þeim þáttum sem viðskiptavinir meta mest.

Hann hefur allt að 700 km drægni, 30 mínútna hraðhleðsluafköst, akstursgleði, afköst, skilvirkni og tengda þjónustu og aðgerðir á borð við ferðaskipuleggjanda, snjallhleðslu, bíls sem hleðslugjafa og uppfærslur yfir netið.

„Frumsýning á E-3008 er stórt skref í róttækri umbreytingu PEUGEOT í aðlaðandi 100% rafmagnsmerki sem setur ný viðmið fyrir hönnun, akstursánægju og skilvirkni,“ segir Linda Jackson, forstjóri Peugeot.

Peugeot E-3008 kemur til landsins í febrúar 2024 og forsala hefst í Brimborg í október.