Alls eru 101 jörð í eigu einstaklinga með erlend ríkisfang að hluta eða að öllu leyti. Þar af eru 28 í hundrað prósent eigu erlends einstaklings eða einstaklinga. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar um eignarhald bújarða.

Leitað var til Þjóðskrár Ísland til að fá svar við spurningum þingmannsins um eignarhald erlendra aðila. Alls eru 7.607 jarðir skráðar í fasteignaskrá og eru 1,33% í eigu útlendinga að hluta eða að öllu leyti.

Fram kemur í svarinu að á árunum 2003 til 2012 eignuðust einstaklingar með erlend ríkisfang 21 jörð að öllu leyti.

Ásmundur Einar spurði einnig hvort ríkisstjórnin hafi í hyggju að takmarka eignarhald erlendra aðila á Íslandi og ef svo er, hvenær megi vænta lagafrumvarp þess efnis. „Hvað varðar 3. tölul. fyrirspurnarinnar hefur ráðherra áform um að flytja frumvarp til breytinga á jarða- og ábúðarlögum á vorþingi þar sem m.a. verði settar skorður við möguleikum til jarðasöfnunar og hugað sérstaklega að skilyrðum fyrir eignarhaldi erlendra aðila,“ segir í svarinu.