Sala áfengis hefur dregist saman um 5,6% í magni það sem af er ári. Mestur er samdrátturinn í sölu á sterkum og blönduðum drykkjum sem dregist hefur saman um 20-30% á milli ára.

Þá hefur sala á rauðvíni dregist saman um 3,7% á milli ára og sala á lagarbjór um 5,6%. Búið er að selja 1.260 þús. lítra af rauðvíni á árinu en 11.140 þúsund lítra af bjór.

Minnstur samdrátturinn er í sölu á hvítvíni sem hefur dregist saman um 0,4% á milli ára. Búið er að selja um 850 þús. lítra af hvítvíni á árinu.