Þrettán þjóðir í austur og suðaustur Asíu ákváðu á fundi sínum í gær að koma upp 120 milljarða dala björgunarsjóði sem notaður yrði til að koma einhverjum af þeim þjóðum sem í hluta eiga til aðstoðar ef efnahagur þjóðanna fer að dragast enn frekar saman.

Þá ákváðu Japanir að koma upp sérstökum sjóð, fyrir um 61,5 milljarða dali, til að styðja við aðrar þjóðir sem gætu þurft á aðstoð að halda vegna fjármálakrísunnar.

Þetta var ákveðið á fundi Asian Development Bank sem fram fór á Balí í Indónesíu um helgina en þrettán þjóðir eiga aðild að bankanum sem starfar sem þróunar- og fjárfestingabanki í Asíu.

Kirby Daley, greiningaraðili hjá Newedge Group í Hong Kong fagnar í samtali við Reuters fréttastofunnar aðgerðum Asíuþjóðanna en minnir þó á að flestar þeirra er nokkuð háðar útflutningi og það sé því undir neytendum í Bandaríkjunum og Evrópu hversu vel þeim mun vegna á næstu misserum.

Kína og Japan bera meginþunga hins nýja sjóðs og leggja saman til um 64% andvirði hans. Þá leggur Suður Kórea til 16% en aðrar þjóðir leggja til restina. Sjóðunum er ætlað að veita neyðarlán en Reuters fréttastofna segir að Asian Development Bank muni vera sérstaklega vakandi yfir merkjum sem svipa til aðdraganda fjármálakrísunnar í Asíu á árunum 1997 – 98.