Ræstingaþjónustan Hreint hagnaðist um 55 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 38 milljónir frá fyrra ári.

Tekjur jukust um 16%, úr 983 milljónum króna í ríflega 1,1 milljarð, en í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins segir að tekjuaukningin hafi aðallega orðið vegna sérverkefna tengdra COVID-19 faraldursins.

Eignir námu 212 milljónum í árslok og eigið fé 56 milljónum króna. Framkvæmdastjórinn Ari Þórðarson er stærsti hluthafi félagsins með 48% hlut í sinni eigu.