Búist er við að yfirmenn Royal Bank of Scotland bankans muni sæta harðri gagnrýni hlutafélaga á ársfundi þeirra á miðvikudaginn eftir að kom í ljós að bankinn hefur greitt út 3,4 milljarða breskra punda, eða um 650 milljarða íslenskra króna, í bónusa síðastliðin fjögur ár.

RBS er í 80% eign skattgreiðenda eftir að þeir borguðu 45 milljarða punda eða um 8.700 milljarða króna til að bjarga bankanum í efnahagskreppunni.

RBS hefur áður verið bannað af fjármálaráðuneyti Bretlands að borga starfsmönnum sínum tvöföld laun í bónusa en hafa þó veitt bónusa alveg upp í 100% laun starfsmanna. Ross McEwan framkvæmdastjóri RBS á sjálfur von á milljón breskra punda eða um 193 milljónum króna í hlutabréfum í bónus, sem er leið bankanna til að fara gegn ESB ákvæðum um bónusa.