Hagnaður Múlakaffis nam 81,4 milljónum króna í fyrra, samanborið við 138,2 milljónir árið áður. Tekjur félagsins námu rúmum 2,4 milljörðum króna og jukust um tæp 13% milli ára, en rekstrargjöld 2,3 milljörðum.

Laun og launatengd gjöld námu 875 milljónum og ársverk voru um 110. Heildareignir voru tæpur 1,1 milljarður í lok árs 2017 og eigið fé tæpar 420 milljónir, 7% meira en í fyrra. Í skýrslu stjórnar er afkoma ársins sögð góð og sagt stefna í svipaða afkomu milli ára.