Skoðanakönnun sem framkvæmd var á vegum Maskínu sýnir að rétt um 25% aðspurðra treysta ríkisstjórninni frekar eða mjög mikið. Þá bera 55% aðspurðra mjög lítið traust til hennar meðan 66% vantreysta henni frekar mikið.

Aðeins tveir bakgrunnshópar beri mikið traust til stjórnarinnar, en það eru kjósendur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. 81% kjósenda Sjálfstæðisflokksins bera traust til hennar og 91% kjósenda Framsóknar. Þá bera karlar meira traust til hennar en konur - 32% karla en 19% kvenna.

Traust til stjórnarinnar eykst þá eftir því hve gamlir þeir aðspurðu eru. Um 12% þeirra sem eru yngri en 25 ára bera mikið traust til stjórnarinnar en 33% þeirra sem eru 45 ára eða eldri. Minnst traust er til stjórnarinnar í Reykjavík, og mest á Austurlandi - og það eykst einnig með hærri tekjum en minnkar með aukinni menntun.