*

þriðjudagur, 13. apríl 2021
Innlent 28. júní 2020 17:02

26 milljóna króna hagnaður

Fasteignafélagið Klappir, dótturfélag KEA, hagnaðist um 26 milljónir króna á síðasta ári. Árið áður tapaði félagið 1 milljón.

Ritstjórn
Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, situr í stjórn fasteignafélagsins.
Hörður Kristjánsson

Fasteignafélagið Klappir, sem er í eigu KEA, hagnaðist um 26 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 1 milljón króna tap árið 2018. Kjarnastarfsemi félagsins felst í útleigu fasteigna og námu leigutekjur 60 milljónum króna á síðasta ári og stóðu nánast í stað frá fyrra ári.

Eignir félagsins námu 719 milljónum króna í árslok 2019 og eigið fé nam 195 milljónum króna. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, situr í stjórn félagsins.