© BIG (VB MYND/BIG)
Í júní 2011 var 45 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 28 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 2.450 milljónir króna en 263 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 21 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu af því er fram kemur á vef Þjóðskrár Íslands.

Á sama tíma voru 18 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá og 11 utan þess. Heildarupphæð samninga á höfuðborgarsvæðinu var 500 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 489 milljónir króna. Heildarupphæð samninga utan höfuðborgarsvæðisins var 181 milljón króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 128 milljónir króna. Af þessum samningum voru 8 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.