Undirbúningur að skráningu Eimskipafélags Íslands í haust er nú á lokastigi. Eimskip hefur í samstarfi við stærstu eigendur sína falið Straumi og Íslandsbanka að hafa yfirumsjón með útboðsferli þeirra hluta sem settir verða á markað.

Stærstu eigendur Eimskips eru skilanefnd Landsbankans og bandaríska fjárfestingarfélagið Yucaipa með samanlagðan 70% hlut. Gera má ráð fyrir að um 30-35% hlutur í félaginu verði skráður á markað í haust.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

FVH - Fundur Grand Hótel 04.05.11
FVH - Fundur Grand Hótel 04.05.11
© BIG (VB MYND/BIG)
Gylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips.