Edda eignarhaldsfélag ehf. undirritaði í nóvember samning við Disney í Bandaríkjunum. Samkvæmt samningnum fær þetta systurfélag Eddu útgáfu, leyfi til að framleiða, dreifa og gefa út Disney bækur í Bandaríkjunum og Kanada.

Jón Axel Ólafsson og bróðir hans, Jóhann Garðar Ólafsson, keyptu Eddu útgáfu í janúar 2009. Jón Axel segir að töluverðum tíma hafi verið varið í að líta í kringum sig og skoða hvort ekki væri hægt að komast á stærri markaði með þær bækur sem Edda hefur gefið út. Hann segir að viðræðurnar við Disney hafi hafist tæpum tveimur árum áður en samningurinn var undirritaður.

„Þetta er reyndar mjög skemmtilegt og spennandi mál,“ segir Jón Axel. „Disney gefur alls ekki út sérleyfi eins og þetta á hverjum degi og það eru ansi fá fyrirtæki sem njóta þess heiðurs að fá að vinna með Disneyá þessum forsendum. Við verðum þarna við hliðina á fyrirtækjum eins og til dæmis Random House, sem er stærsti útgefandi Disney-bóka í Bandaríkjunum og eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .