Nýskráningar ökutækja á fyrstu 340 dögum ársins (01,01,'08 - 31,10,'08) er samtals 17.173 en á sama tímabili í fyrra voru 26.020 ökutæki nýskráð hér á landi.

Þetta er 34% fækkun nýskráninga milli ára.

Þetta kemur fram á vef Umferðarstofu en stofnunin hefur tekið saman yfirlit yfir nýskráningar ökutækja og eigendaskipti á tímabilinu frá 1. janúar 2008 til 31. október 2008. Hafa skal í huga að hér er um að ræða nýskráningu og eigendaskipti allra ökutækja ekki bara bifreiða.

Þá kemur fram að á tveimur vikum þ.e. frá 17. október til 31. október voru í ár skráð aðeins 110 ökutæki en á sama tímabili í fyrra voru þau 1.088.

Eigendaskipti ökutækja á sama tímabili þessa árs eru 72.688 en þau voru 89.788 eftir jafn marga skráningardaga á síðasta ári. Hlutfallsleg lækkun eigendaskipta nemur því 19% milli ára.