Margir vilja verða sveitarstjórar í Eyjafjarðarsveit. Alls bárust 56 umsóknir en svo drógu sjö umsókn sína tilbaka. Því sækjast nú 49 eftir starfinu, 39 karlmenn og 10 konur. Meðal umsækjenda eru listamaður, fyrrverandi bæjarstjóri og sparisjóðsstjóri. Þetta kemur fram í frétt á vef Eyjafjarðarsveitar .

Stefán Árnason, skrifstofustjóri á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, segist stoltur af fjölda umsækjenda. Hann segir það benda til þess að starfið sé mjög eftirsóknavert og að áhugi sé fyrir því að búa og starfa í bæjarfélaginu, en þar búa rúmlega 1000 manns.

Hér fyrir neðan má sjá lista umsækjenda:

1   Aðalsteinn J. Halldórsson
Stjórnsýslufræðingur
2   Arnar Kristinsson
Lögfræðingur
3   Auðun Daníelsson
Viðskiptafræðingur
4   Auður Jónasdóttir
Viðskiptafræðingur
5   Ásgeir Einarsson
Verkefnastjóri
6   Drífa Jóna Sigfúsdóttir
Viðskiptafræðingur
7   Egill Skúlason
Umhverfis- og orkufræðingur
8   Eiður Guðmundsson
Rekstrarverkfræðingur
9   Einar Kolbeinsson
Framkvæmdastjóri
10  Einar Kristján Jónsson
Verkefnastjóri
11  Eirný Vals
Fv. bæjarstjóri
12  Elías Pétursson
Sjálfstætt starfandi
13  Guðbjörg Jónsdóttir
Fv. bóndi
14  Guðmundur Karl Jónsson
Forstöðumaður
15  Gunnar Freyr Róbertsson
Markaðsstjóri
16  Gunnar Kristinn Þórðarson
Stuðningsfulltrúi
17  Hallgrímur Ólafsson
Viðskiptafræðingur
18  Hallgrímur Óskar Guðmundsson
Sérfræðingur
19  Harpa Halldórsdóttir
M.Acc.
20  Haukur Ísbjörn Jóhannsson
Listamaður
21  Heiðar Jónsson
Framkvæmdastjóri
22  Heimir Gunnarsson
Tæknifræðingur
23  Hilmar Friðjónsson
Framhaldsskólakennari
24  Hjalti Páll Þórarinsson
Rekstrarstjóri
25  Hörður Elís Finnbogason
Ferðamálafræðingur
26  Jóhanna Aradóttir
Tómstunda- og félagsmálafræðingur
27  Jón Hrói Finnsson
Stjórnsýslufræðingur
28  Jón Pálmi Pálsson
Rekstraráðgjafi
29  Jón Pálsson
Viðskiptafræðingur
30  Jónas Pétur Hreinsson
Iðnrekstrarfræðingur
31  Kristinn Dagur Gissurarson
Viðskiptafræðingur
32  Kristinn Hugason
Stjórnsýslufræðingur
33  Kristinn Jóhann Níelsson
Deildarstjóri
34  Lárus Páll Pálsson
Viðskiptafræðingur
35  Leó Örn Þorleifsson
Forstöðumaður
36  Magnús Gísli Sveinsson
Viðskiptafræðingur
37  Magnús Már Þorvaldsson
Fulltrúi
38  Marta Birna Baldursdóttir
Stjórnsýslufræðingur
39  Óskar Steingrímsson
Sjálfstætt starfandi
40  Ragnar Hannes Guðmundsson
Viðskiptafræðingur
41  Ragnar Þorgeirsson
Sparisjóðsstjóri
42  Rósa Margrét Húnadóttir
Þjóðfræðingur
43  Snorri Finnlaugsson
Fjármálastjóri
44  Stefanía Huld Gylfadóttir
Öryggisvörður
45  Stefán Haraldsson
Tæknifræðingur
46  Steingrímur Hólmsteinsson
Sérfræðingur
47  Steinunn A. Ólafsdóttir
Sjúkraþjálfari
48  Tryggvi Gunnarsson
Fv. bæjarfulltrúi
49  Úlfar Trausti Þórðarson
Byggingafræðingur