Þó skiptum sé nú lokið á félaginu Húfur sem hlæja ehf. með 58 milljóna gjaldþroti félagsins segir eigandinn verslunina ekki vera að leggja upp laupana.

Hanna Stefánsdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Viðskiptablaðið hafði samband. Hún stofnaði hönnunarlínuna og verslunina Húfur sem hlæja árið 1995 og hefur rekið hana síðan.

Vörurnar eru seldar víða um land en hafa frá árinu 2003 verið framleiddar í Kína.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.