Í skoðunarkönnun sem gerð var dagana 19-22 nóvember sl. sögðust 61% líklegra kjósenda í Bandaríkjunum vera á móti nýjum öryggisreglum á flugvöllum. Þetta kemur fram á vef Los Angeles Times. Í byrjun mánaðarins var farið að leita ákveðnar á fólki í öryggishliðum á flugvöllum í Bandaríkjunum. Bætist það við líkamsskönnun sem hefur verið harkalega gagnrýnd, m.a. í Bandaríkjaþingi.