Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í september og október 2015 nam 640 milljörðum króna, en það er 3,4% aukning miðað við sama tímabil árið 2014. Þetta kemur fram nýjum tölum frá Hagstofu Íslands sem voru birtar í morgun.

Mesta aukningin á síðustu 12 mánuðum samanborið við 12 mánuði þar á undan er í rekstri gististaða, eða 19%, og í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, eða 18%. Einnig voru miklar aukningar í öðrum flokkum, þar má nefna 11,9% í framleiðslu án fiskvinnslu og 15,7% í flokknum önnur leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta.