Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,50% það sem af er degi og er 5.313,17, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Ekkert félag hefur hækkað við hádegi.

Sérfræðingar telja að rekja megi lækkunina að hluta til almennra lækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum og það að Fitch Ratings, sem breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum í febrúar, sagði í gær að líkur á harðri lendingu íslensku hagkerfisins hafi aukist.

?Hætta á harði lendingu hefur aukist síðan í febrúar. Stýrivextir hafa hækkað um 175 punkta síðan þá. Það tekur tíma fyrir stýrivaxtahækkanir hafa áhrif," segir Paul Rawkins, sérfræðingur hjá Fitch Ratings.

Bakkavör Group hefur lækkað um 3,30%, Alfesca hefur lækkað um 3,23%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 3,03%, FL Group hefur lækkað um 2,78% og Össur hefur lækkað um 2,75%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,91% og er 132 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.