Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,45% og er 5.434,51 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni og nemur veltan 88 milljónum króna.

Landsbankinn hefur hækkað um 0,48% og Actavis Group hefur hækkað um 0,16%.

Össur hefur lækkað um 0,89%, Kaupþing banki hefur lækkað um 0,68% og Glitnir hefur lækkað um 0,58%.