Margt bendir til þess að auknar álframkvæmdir skili ekki eins miklum ábata fyrir íslenskan þjóðarbúskap til lengri tíma litið eins og margir telja. Það kann því að vera stór spurning hvort að skynsamlegt er að auka álframleiðslugetu landsins um meira en það sem stækkun Norðuráls og bygging Reyðaráls munu gera. Þessu til viðbótar kann aukin stóriðja að vera illmöguleg vegna alþjóðlegra sáttmála, svo sem Kyoto-bókunarinnar. Þetta kemur fram í úttekt Viðskiptablaðsins í dag.

Ef haldið verður áfram á álbrautinni er ljóst að margar aðrar útflutningsgreinar geta orðið enn verr úti en þær hafa þegar orðið vegna ruðningsáhrifa framkvæmdanna. Bara sú stækkun sem nú er í gangi mun þýða að álið mun nema um 40% af heildarútflutningi og kann enn frekari hækkun þess hlutfalls að vera óheppileg og fela í sér auknar sveiflur í útflutningstekjum. Fjárfesting í stóriðju kostar gríðarlega fjármuni og er líklegt að þeim geti verið betur varið fyrir þjóðfélagið á öðrum sviðum.

Sjá nánar úttekt Viðskiptablaðsins í dag.