Svissneska rafmagnsverktakafyrirtækið ABB samþykkti í gær að selja olíu og gaseiningu sína, Lummus Global, til Chicago Bridge & Iron fyrir 950 milljónir Bandaríkjdala. Greiðslan verður að öllum hluta fjarmögnuð með reiðufé og sérfræðingar segja að með sölunni sé líklegt að ABB ráðist í yfirtöku á samkeppnisaðilum sínum, meðal annars í orkutæknigeiranum í Bandaríkjunum og á nýmörkuðum. Gengi hlutabréfa í félaginu hækkuðu þegar fréttir af sölunni bárust.