Actavis hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja meltingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. Þar sem Actavis er fyrst til að sækja um markaðsleyfi á lyfinu, hefur fyrirtækið fengið 180 daga einkarétt á sölu þess. Lyfið mun fara í dreifingu á næstu vikum.

Ranitidine mixtúra er samheitalyf frumlyfsins Zantac® Syrup frá GlaxoSmithKline og verður fáanlegt í styrkleikanum 15 mg/ml. Lyfið er þriðja lyfið sem Actavis markaðssetur í Bandaríkjunum á árinu, á þessum stærsta markaði samstæðunnar. Fyrir árið í heild sinni er búist við að markaðssett verði 18-20 ný samheitalyf og að lagðar verði inn 40-45 lyfjaumsóknir til lyfjayfirvalda.

Árleg sala lyfsins í Bandaríkjunum nam um 121 milljónum dala (8 milljörðum króna) á árinu 2006, samkvæmt tölum frá IMS Health data.

?Það er ánægjulegt að ná einkarétti á sölu Ranitidine, en það er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem sá áfangi næst. Árangurinn má þakka okkar öfluga þróunarstarfi og við eigum von á að lyfið verði á meðal þeirra söluhæstu í Bandaríkjunum á árinu," segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis.