Um leið og sala á Kommúnistaávarpi Karl Marx hefur aukist víðs vegar í heiminum vekur það athygli að bók eftir Adam Smith, sem stundum er kallaður faðir kapítalismans, skuli rokseljast – og það í kommúnistaríkinu Kína.

Frá því er greint á vef breska blaðsins Telegraph að fyrsta meistaraverk Smith, the Theory of Moral Sentiments, hefur nú verið þýtt á kínversku í fyrsta sinn og rokselst að sögn Telegraph.

Þá mun Chris Berry, prófessor við háskólann í Glasgow, þar sem Smith skrifaði bók sína, halda fyrirlestur um bókina Fudan háskólanum í Shanghai í næstu viku.

Theory of Moral Sentiments var rit um siðfræði og var í raun undanboði frægustu bókar Smith, The Wealth of Nations sem komið hefur út á íslensku undir heitinu Auðlegð þjóðanna. Til stendur að þýða þá bók einnig og gefa út í Kína og segir viðmælandi Telegraph að búast megi við mikilli sölu á henni sömuleiðis.