Tölur frá Seðlabanka Grikklands sýna að afgangur var á vöruskiptajöfnuði Grikklands í fyrsta sinn í fyrra frá árinu 1948. Afgangur af viðskiptum nam 1,24 milljörðum evra.

Niðurstaðan skýrist að hluta til af 15% aukningu tekna vegna ferðamanna. Gríski seðlabankinn segir líka að niðurstaðan skýrist að mestu leyti af minni innflutningi.

BBC greindi frá.