Bandaríska risaverslunin Wal-Mart hagnaðist um 3,63 milljarða dala á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 9% aukning frá sama tíma í fyrra. Veltan nam 113,2 milljörðum dala, sem er 3,4% meira en fyrir ári en er lítillega undir meðalvæntingum greiningaraðila.

AP-fréttastofan segir markaðsaðila hafa gert ráð fyrir 114 milljarða veltu eða sem nemur 1,07 dölum á hlut.

Stjórnendur Wal-Mart eru allt annað en bjartsýnir á árið. Þeir hafa dregið úr væntingum sínum og reikna nú með því að afkoma verslunarinnar verði ívið verri en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir.