Lánardrottnar SMI ehf., sem áður var í meirihlutaeigu Færeyingsins Jákup á Dul Jacobsen, hafa afskrifað 3,9 milljarða króna af skuldum félagsins og eignast meirihluta í því. Félagið á Korputorg, Glerártorg á Akureyri og húsnæði Rúmfatalagersins í Skeifunni. Þá eru fasteignir í Lettlandi og Litháen í eigu félagsins.

Jákup er stofnandi og stærsti eigandi Rúmfatalagersins. Hann var skráður eigandi að 82% hlut í SMI í lok árs 2010 en félagi hans og nafni, Jákup N. Purkhús, var skráður fyrir 14% hlut. Í uppgjöri fyrirtækisins fyrir síðasta ár á Arion banki hins vegar 39%, nýi Landsbankinn 35% og Jákup á Dul 18%. Nafni hans átti engan hlut í SMI á síðasta ári.

Fram kemur í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun að Arion banki stefni á að selja hlut sinn í fasteignafélaginu þegar tækifæri gefst til þess og þegar ásættanlegt verð fæst fyrir hann.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • 365 miðlar greiða tugmilljónir í ráðgjafagreiðslur
  • Skýrsla úttektarnefndar um Orkuveituna - fjallað er um helstu atriði
  • Eimskip siglir á markað í nóvember
  • Ný samtök atvinnulífsins enn á beinni braut
  • Sigurður Einarsson gagnrýnir eftirlýsinguna
  • Ódýrara að fara með strætó norður í land
  • Vodafone býr sig undir skráningu á markað
  • Seðlabankinn á eftir að setja reglur um undanþágur frá höftum
  • Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir B-deild lífeyrissjóðsins tæmast verði ekkert gert
  • Sigríður Benediktsdóttir ræðir um Fjármálastöðugleikann
  • Allt um Windows 8-stýrikerfið og ýmislegt annað um tækni
  • Tæknifyrirtækið Amivox lækkar reikninginn fyrir millilandasímtöl
  • Fótbolt, sport og peningar eru á sínum stað
  • Nærmynd af Hagkaupsbræðrunum Jón og Sigurði Gísla Pálmasyni
  • Óðinn skrifar um ósjálfbæra skuldastöðu ríkisins
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um skattaútreikninga Stefáns Ólafssonar
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira.