Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að hagvöxtur í Bretlandi verði 2,9% á þessu ári. Meiri en í nokkru öðru G7 ríki. Áður fyrir hafði AGS spáð því að hagvöxturinn í Bretlandi yrði 2,4%.

Sky fréttastöðin segir allar líkur á því að George Osborne fjármálaráðherra muni líta á þetta sem dæmi um að Bretar séu á beinu brautinni í efnahagsmálum. Einungis eitt ár er liðið frá því að AGS varaði við því að Osborne væri að leika sér að eldinum með stefnu sinni í ríkisfjármálum.

Á þeim tíma var hætta á að Bretar tækju aðra dýfu í efnahagsmálum.