Ágúst Karl Guðmundsson og Magnús Gunnar Erlendsson eru komnir í hóp hluthafa hjá KPMG. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Ágúst Karl starfar á skatta- og lögfræðisviði félagsins. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 2005 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi árið 2010. Hann stundaði auk þess nám við Kaþólska háskólann í Leuven, Belgíu, árið 2004 og lauk framhaldsnámi (LL.M.) í alþjóðlegum skattarétti við Háskólanum í Leiden, Hollandi árið 2008. Ágúst hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2006.

Magnús Gunnar starfar á ráðgjafarsviði KPMG og fer fyrir verðmatsþjónustu sviðsins. Hann er viðskiptafræðingur með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Magnús hefur starfað hjá KPMG frá árinu 2005.