Stjórnvöld á Írlandi hyggjast beita niðurskurðarhnífnum til þess að mæta fyrirsjáanlegum samdrætti í rekstri ríkissjóðs vegna minnkandi skatttekna.

Tilkynnt var um samdrátt í útgjöldum ríkisins á þriðjudag en hann verður 420 milljónir evra á þessu ári og einn milljarður á því næsta. Brian Lenihan fjármálaráðherra segir ríkisstjórn landsins ekki ætla að leysa núverandi vanda með stórtækum lántökum af hálfu ríkissjóðs.