*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 25. maí 2013 17:10

Áhugi skiptinema alltaf að aukast

Fleiri skiptinemar koma orðið frá Ítalíu en Bandaríkjunum, að sögn Sólveigar Ásu Tryggvadóttur hjá AFS á Íslandi.

Lára Björg Björnsdóttir
Skiptinemar á Íslandi.

„Áhugi skiptinema úti í heimi á Íslandi hefur aukist mikið síðastliðin ár og á hverju ári sækja fleiri en komast að um að fara til Íslands í ársdvöl,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, deildarstýra erlendra nema hjá AFS á Íslandi.

Sólveig segir að fyrir þó nokkrum árum hafi margir erlendra skiptinema á Íslandi komið frá Bandaríkjunum en það hafi þó minnkað. „Flestir skiptinemarnir koma frá Ítalíu. Skýringin er líklega sú að margir íslenskir skiptinemar fara til Ítalíu og á Ítalíu er einnig mikil hefð fyrir skiptinámi.“

Að sögn Sólveigar koma skiptinemar einnig víðsvegar að frá Evrópu eins og Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi. „Við erum líka alltaf að verða vinsælli hjá Asíulöndunum. Til að mynda erum við að fá í fyrsta skipti til okkar unga stúlku frá Indónesíu í ár. Það er einnig mjög vinsælt hjá japönskum nemum að koma til Íslands.“

Nánar er fjallað um AFS og skiptinemana í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.