Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi að spurningin um það hvort taka ætti upp evruna brynni á mörgum þessa dagana.

Hann segir óraunhæft að tala um upptöku evrunnar án þess að ganga í Evrópusambandið og ný vandamál kæmu í stað þeirra leystust. Sveiflur á atvinnumarkaði myndu aukast og atvinnuleysi aukast.

Geir segir að sveiflur á íslenskum markaði séu meiri en víða annars staðar og hann telur ekki kost að taka upp evruna. Hann sagði einnig að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru væru ekki á dagskrá.