Álag á skuldatryggingar (e. credit default swaps) íslensku viðskiptabankanna lækkaði við opnun markaðar í morgun, samkvæmt upplýsingum frá markaðsaðilum.

Sérfræðingar benda á að matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi staðfest A lánshæfismat Kaupþings banka og Glitnis og að það hafi getað haft áhrif á lækkunina. Hins vegar hækkaði álagið á skuldatryggingar ríkissjóðs um einn punkt og er álagið nú átta punktar.

Álag á skuldatryggingar Kaupþings banka lækkaði um tvo punkta í 75, Landsbankinn lækkaði einnig um tvo punkta í 62 og Glitnir up einn punkt í 52 punkta.