Skuldatryggingarálag á evruskuldir Belgíu til fimm ára eru um 300 punktar, og er orðið hærra en á skuldir ríkissjóðs Íslands. Skuldatryggingarálag Íslands stendur í um 280 punktum, samkvæmt gagnaveitu Bloomberg.

Skuldatryggingarálag Íslands og Belgíu
Skuldatryggingarálag Íslands og Belgíu

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Álag á Belgíu hefur hækkað hratt síðan í júlí, þegar álagið stóð í rúmlega 150 punktum. Álag á ríki Evrópu hefur farið hækkandi undanfarna mánuði og Belgía þar engin undantekning. Þá hafa vandræði Dexia banka haft áhrif á stöðu Belgíu. Fyrr í þessum mánuði var ákveðið að skipta bankanum upp, en hann var í miklum fjárhagsvandræðum.