Í nýrri skoðun Viðskiptaráðs segir frá því að Alþingi hafi farið eftir tillögum Viðskiptaráðs í 90% tilvika á síðasta starfsári Alþingis sem lauk 3. júní síðastliðin. Á starfsárinu samþykkti Alþingi 119 frumvörp af þeim 234 sem voru lögð fram.

Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að ráðið álíti að eitt mikilvægasta hlutverk sitt vera að veita nefndum Alþingis umsagnir um frumvörp. Á síðasta starfsári veitti Viðskiptaráð umsagnir um 57 frumvörp og 11 þingsályktunartillögur eða um 24% af heildarfjölda frumvarpa og 9% allra þingsályktunartilagna.

Athugun Viðskiptaráðs sýnir að Alþingi fór í 90% tilvika að hluta til að að öllu leyti eftir tilmælum ráðsins.

Þau frumvörp sem um er að ræða varða yfirleitt viðskiptalífið með einhverjum hætti en í nokkrum tilvikum hafði ráðið frumkvæði af því að veita þinginu umsögn.