Í dag er Alþjóðadagur hagtalna haldinn að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna.

Hagstofur og hagskýrsluaðilar um allan heim vekja í dag athygli á starfsemi sinni með ýmsum hætti. Kjörorð hagtöludagsins eru þjónusta, fagmennska og heilindi.

Hagstofa Ísland mun að þessu tilefni vekja athygli á starfsemi sinni í dag. Hagtöluárbók Hagstofunnar, Landshagir, kemur út í 20. sinn í dag og þá verður spurningaleikur á vef Hagstofunnar. „Dregnar verða fram tölulegar staðreyndir varðandi barnið sem fæðist 20.10. 2010  og ýmiss annar fróðleikur verður á vefnum,“ segir í tilkynningu frá Hagstofunni.